27. fundur
fjárlaganefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 15. desember 2023 kl. 09:20


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 09:20
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 09:20
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 2. varaformaður, kl. 09:20
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:20
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:20
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:20
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 09:20
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 09:20
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:20
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:20

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 481. mál - fjáraukalög 2023 Kl. 09:20
Til fundarins komu Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, Hermann Sæmundsson frá innviðaráðuneytinu, Helgi Haukur Hauksson frá Leigufélaginu Bríet, Hermann Jónasson frá HMS og Dagmar Sigurðardóttir frá Lagastoð.
Rætt var um breytingatillögu 5.18 við 6. gr. frumvarpsins. Samkvæmt henni er ætlunin að auka við hlutafé í Leigufélaginu Bríeti ehf. til að styðja við tímabundin kaup félagsins á allt að 80 íbúðum sem leigja skal til Grindvíkinga með skilyrði um endurgreiðslu hlutafjárins með lækkun hlutafjár innan þriggja ára frá því að greiðslan var innt af hendi. Ráðherra fór yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna ásamt öðrum gestum.

2) 1. mál - fjárlög 2024 Kl. 10:57
Til fundarins komui Marta Skúladóttir, Sólrún Þrastardóttir, Hlynur Hreinsson, Katrín Anna Guðmundsdóttir, Björn Þór Hermannsson, Kristinn Bjarnason, Óttar Snædal og Katrín Oddsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
Lagt var fram bréf dags. 15. desember 2023 en í því fer fjármála- og efnahagsráðherra þess á leit við fjárlaganefnd Alþingis að við 3. umræðu frumvarps til fjárlaga ársins 2024 verði gerðar þær breytingar já tekjuáætlun ríkissjóðs og fjárheimildum A1 hluta ríkissjóðs sem fram koma í yfirlitum sem fylgja bréfinu. Gestirnir kynntu tillögurnar og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þeirra.

3) Önnur mál Kl. 11:51
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 11:52
Fundargerð 26. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:53